Innlent

Stjórn Rauðakrossins hvetur stjórnvöld til að tryggja áframhaldandi rekstur Mannréttindaskrifstofu

Stjórnin telur mjög mikilvægt að hér á landi starfi óháð og sjálfstæð stofnun sem sinni mannréttindamálum. Stjórn Rauðakrossins hvetur stjórnvöld til að tryggja áframhaldandi rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands. Aðildafélög, systurstofnanir erlendis og ýmsir innlendir sem erlendir aðilar og nú síðast mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins hafa einnig skorað á íslensk stjórnvöld að tryggja rekstur skrifstofunnar. Mannréttindaskrifstofa fékk úthlutað fé til rekstursins fram til ársin 2005 sem var um átta milljónir á ári hverju. Kristján Sturluson framkvæmdarstjóri Rauðakross Íslands segir það mjög mikilvægt að rekstur skrifstofunnar verði tryggður. Rauðakross íslands var einn af stofnaðilum skrifstofunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×