Innlent

Hálka og skafrenningur á Suðvesturlandi

Það er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum en víða hálkublettir á Suðurlandi og Reykjanesi samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.Á Vesturlandi eru víðast hvar hálkublettir eða jafnvel hálka. Á Holtavörðuheiði er hálka og skafrenningur.

Á Vestfjörðum er víðast hálka eða hálkublettir en Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru ófærar. Búið er að moka Eyrarfjall. Á Norðurlandi er snjóþekja í Vestur-Húnavatnssýslu en flestir vegir auðir þar fyrir austan.Hálka og hálkublettir eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og hálka á Vopnafjarðarheiði. Annars er mjög víða autt á Austur- og Suðausturlandi þó sumstaðar séu hákublettir, einkum á fjallvegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×