Innlent

Velti bíl sólahring eftir dóm fyrir ítrekuð umferðalagabrot

Karlmaður á þrítugsaldri, sem velti bíl sínum skammt frá Geysi í Haukadal um helgina, hafði aðeins sólarhring áður verið dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og ölvunarakstur. Og enn er hann grunaður um ölvunarakstur um helgina,á meðan hann beið þess að afplána dóm fyrir fyrri ölvunarakstur. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt tveimur farþegum en engin þeirra reyndist alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×