Innlent

Bowen tækni við verkjum

Dæmi eru um að átröskunarsjúklingar, íþróttamenn, gigtarsjúklingar og fleiri sem þjáðst hafa af verkjum hafi fengið bót sinna meina með Bowen-tækni að sögn upphafsmanns meðferðarinnar hér á landi. Hann telur líklegt að næsti landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta muni nýta sér tæknina fyrir sína menn.

Bowen tækni miðar að því að nota þumal og fingur á ákveðna staði á líkamanum til að trufla boðskipti til vöðva og bandvefs. Með þessu hvetur tæknin líkamann til þess að laga sig sjálfan.

Margeir Sigurðsson, bowen tæknir, segir marga hafa losnað hafa við líkamlega verki og svo andleg mein eins og átröskun og þunglyndi. Sjálfur hefur hann tekið einn átröskunarsjúkling til meðferðar en segir það meira þekkt erlendis. Margeir var sjálfur þjáður af verkjum í hnjám og lærði höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun sem hann segir góða meðferð án þess að hafa nýst honum sem skildi. Hann fór því að leita eftir einhverju nýju.

Margeir segir tæknina nokkuð útbreidda á Englandi og þar nýti nokkur fótboltalið tæknina, eins og Newcastle, Sunderland og Millisbroug. Næsti þjálfari Englendinga er nú þjálfari Millisbroug og telur Margeir líklegt að hann muni nýta sér tæknina áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×