Innlent

Vill skerpa áherslur í umhverfismálum

Björgvin G. segir að niðurstaða borgarstjórnarkosninganna hafi verið vonbrigði.
Björgvin G. segir að niðurstaða borgarstjórnarkosninganna hafi verið vonbrigði.

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnnar kennir ósigrinum í borgarstjórnarkosningunum um fylgishrun flokksins í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir að Samfylkingin þurfi að sýna sitt rétta andlit í umhverfismálum.

Björgvin G. segir að niðurstaða borgarstjórnarkosninganna hafi verið vonbrigði. Flokkurinn tapi fylgi meðan Vinstri Grænir njóti góðs árangurs í Reykjavík. Björgvin segir mikla vakningu í umhverfismálum. Samfylkingin þurfi að skerpa áherslur sínar í þeim málaflokki.

Samfylkingin mælist með rúm 24 prósenta fylgi í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur segir í blaðinu í morgunn að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins njóti sín betur í stjórn en stjórnarandstöðu. Því er Björgvin G. ekki sammála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×