Innlent

Sigurjón hættur á Fréttablaðinu

MYND/Gunnar V. Andrésson
Sigurjón M Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, hætti störfum þar í morgun og tekur við ritstjórn Blaðsins. Hann segist kveðja Fréttablaðið með söknuði. Það var á fréttafundi snemma í morgun sem Sigurjón tilkynnti samstarfsfólki sínu að hann hyggðist söðla um og taka við ritstjórn Blaðsins. Sigurjón, sem er gamall sjómaður, hefur staðið í stafni Fréttablaðsins allt frá endurreisn blaðsins.

Ljóst er að samkeppni á fríblaðsmarkaðnum mun harðna mjög með komu Sigurjóns á Blaðið, sem er að hluta til í eigu Morgunblaðsins. Sigurjón er bróðir Gunnars Smára Egilsson, forstjóra Dagsbrúnar en Dagsbrún er eigandi 365 fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×