Innlent

Tilboð í flugleiðir innanlands opnuð

Vél Flugfélags Íslands
Vél Flugfélags Íslands

Tilboð í ríkisstyrkt áætlunarflug voru opnuð í húsakynnum Vegagerðarinnar í gær. Flugfélag Vestmannaeyja átti lægsta tilboð í tvær flugleiðanna, Sauðárkrók og Hornafjörð. Flugfélagið Ernir átti lægsta tilboð í flug á Bíldudal og Gjögur og Flugfélag Íslands átti lægsta tilboð í Norðursvæði, það er Vopnafjörð, Þórshöfn og Grímsey.

Aðstoðarvegamálastjóri segir að samningaviðræður muni fara hægt af stað. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins um flugútboð þarf að setja ferlið í biðstöðu næstu tvo mánuði. Í byrjun september verða svo samningaviðræður teknar upp við lægstbjóðendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×