Sport

Liverpool í úrslit

Garcia fagnar sínu marki.
Garcia fagnar sínu marki. Getty

Liverpool eru komnir í úrslit enska FA-bikarsins eftir sætan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitaleik á Old Trafford í Manchester.

Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði fyrsta markið í undanúrslitaleiknum gegn Chelsea með fallegu skoti úr aukaspyrnu á 21. mínútu. Liverpoolmenn mættu svo einbeittir í seinni hálfleikinn og á 54. mínútu bætti Louis Garcia við öðru marki fyrir Liverpool. Eftir að Liverpool höfðu svo virkað líklegri skoraði Didier Drogba fyrir Chelsea eftir mistök hjá Pepe Reina í marki Liverpool á 70. mínútu. Lengra komust Chelsea ekki þrátt fyrir þunga pressu og var fögnuður Liverpoolmann ósvikinn í leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×