Innlent

Tveggja manna leitað vegna hnífsstunguárásarinnar

Rúmlega tvítugur karlmaður var stunginn tvisvar með hnífi í bakið á veitingastaðnum Gauki á Stöng í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans en liggur nú á hjarta- og lungnaskurðdeildinni við Hringbraut. Hugsanlegt er að annað lunga mannsins hafi fallið saman við árásina en ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan hans. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en að sögn lögreglu eru tveir grunaðir um verknaðinn og er þeirra nú leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×