Innlent

Fjórtán og hálfs árs fangelsi fyrir manndráp

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Frey Kristmundsson í fjórtán og hálfs árs fangelsi fyrir að verða Braga Halldórssyni að bana. Sigurður Freyr stakk fórnarlamb sitt til bana í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík í ágúst á síðasta ári.

Sigurður, sem er 23 ára, viðurkenndi að hafa banað Braga sem var tvítugur, en neitaði að um ásetning hefði verið að ræða. Vitni báru hins vegar að þeir hefðu átt í deilum og fyrir morðið hefði Sigurður Freyr leitað Braga og brotist inn hjá honum. Sigurður Freyr sagðist hafa verið í mikilli fíkniefnaneyslu, en dómurinn taldi það ekki koma honum undan því að bera ábyrgð á verknaðinum. Hann var dæmdur í fjórtán og hálfs árs fangelsi og til að greiða foreldrum fórnarlambsins um fimm og hálfa milljón króna, sem og allan málskostnað. Sigurður Freyr Kristmundsson var í september síðastliðnum dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir önnur brot og bætist sú refsing við manndrápsdóminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×