Innlent

Spáir því að vðskiptahalli minnki um helming

MYND/GVA

Greiningardeild KB banka býst við að viðskiptahallinn við útlönd dragist saman um nærri helming á milli ára og nemi um 100 milljörðum króna á þessu ári.

Í hálffimmfréttum greiningardeildarinnar segir að viðskiptahallinn í fyrra hafi verið um 164 milljarðar sem sé met. Hann muni hins vegar minnka í að mati greiningardeildarinnar vegna mettunaráhrifa einkaneyslu, veikingar krónunnar og aukins útflutnings. Þá áætlar greiningardeildin KB banka að viðskiptahalli verði á bilinu 43-52 milljarðar árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×