Innlent

Pálmi Haraldsson kaupir Hekla Travel

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Pálmi Haraldsson, sem á sínum tíma keypti dönsku flugfélögin Mersk og Sterling og seldi FL Group, hefur keypt dönsku ferðaskrifstofuna Hekla Travel.

Í viðtali við viðskiptablaðið Börsen segir hann að kaupin falli vel að rekstri Iceland Express, sem hann á líka, þar sem félagið fljúgi bæði til Kaupmannahafnar og Gautaborgar, þar sem Hekla Travel hefur umsvif, auk þess sem kaupin geti tengst sænska flugféalginu Flyme, sem Pálmi á stóran hlut í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×