Innlent

Lögreglan neitar að hafa ekið á mótmælanda

Maðurinn sem kærði lögreglu fyrir að hafa keyrt á sig hafði uppi ógnandi tilburði að sögn lögreglu.
Maðurinn sem kærði lögreglu fyrir að hafa keyrt á sig hafði uppi ógnandi tilburði að sögn lögreglu. MYND/Lögreglan á Seyðisfirði

Lögreglan á Egilsstöðum vísar á bug ásökunum Ólafs Páls Sigurðssonar um að hafa ekið á hann við fjölskyldubúðir Íslandsvina nálægt Kárahnjúkavirkjun. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, segir að maðurinn hafi verið ógnandi, eins og sjáist á þessari mynd lögreglunnar sem NFS fékk afhenta.

Hann hafi stillt sér upp framan við bílaleigubíl, sem lögreglan var á, lagt hendurnar á vélarhlífina og lamið í hana svo að á henni sá, þegar bílnum var ekið hægt áfram. Hann hafi svo barið bílinn utan og gert sig líklegan til að grýta hann, þegar lögreglan hafi ekið úr færi. Óskar Bjartmarz segir að maðurinn verði kærður fyrir þetta athæfi og að ásakanir hans um að lögreglan hafi ekið á hann séu tilhæfulausar með öllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×