Slökkviliðið er enn að á Mýrum 1. apríl 2006 18:36 Þegar talið var að tekist hefði að ná tökum á sinueldinum á Mýrum, tók hann sig upp á nýjan leik. Um eitt hundrað ferkílómetrar af móum og mýrum hafa orðið eldinum að bráð, í þessum langstærsta sinueldi í sögu Íslands. Tugir björgunarmanna voru sótsvartir og sveittir í allan gærdag og alla nótt að berjast við eldhafið á Mýrum en klukkan átta í morgun var talið að tekist hefði að ráða niðurlögum þess. Það var svo rétt upp úr klukkan hálf fjögur í dag að boð barst um að eldurinn hefði tekið sig upp þegar hvessa tók af norðan. Við það nærðist eldglóð sem undir öskunni kraumaði og magnaðist upp svo kalla þurfti út slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði á nýjan leik. Þá var hringt í bændur og þeir beðnir um aðstoð en haugsugur þeirra hafa gert mikið gagn í baráttunni við eldanna. Þyrla Þyrluþjónustunnar var kölluð út í annað sinn en þetta er í fyrsta skipti sem þyrla hefur verið notuð á þennan hátt á Íslandi.Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi var daufur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis og sagði mikil vonbrigði að svo fór sem fór. Hann hafði sjálfur ekki sofið nema um tvo klukkutíma síðan í gærmorgun og sagði að eins væri farið með marga aðra bjrögunarmenn.Eldarnir á Mýrum eru þeir allra umfangsmestu í sögu Íslands. Vitað er um tvo aðra elda sem fram að þessu voru þeir mestu en þeir náðu ekki yfir nema um brot af því landssvæði sem Mýraeldar gera. Hátt á annað hundrað ferkílómetrar af votlendi og móum er nú sviðin jörð og ljóst að verulegar breytingar verða á gróðurfari á svæðinu sem fram til þessa hefur verið eitt mest samfellda votlendi landsins. Allt bendir til að mosi, fléttur, fjalldrapi og bláberjalyng muni sjást þar í minna mæli enda tekur það mörg ár, jafnvel áratugi fyrir þess háttar gróður að jafna sig eftir svo mikinn bruna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á dýralíf á svæðinu en um 10 þúsund mófuglapör gera sér þar hreiður ár hvert.Til að átta sig á hversu óhemjustórt landsvæði um ræðir þá skulum við bera svæðið saman við önnur þekkt kennileiti á Íslandi. Þá sést að svæðið er næstum tvöfalt höfuðborgarsvæðið sem er um 60 ferkílómetrar, fjórðungi stærra en Þingvallavatn sem er tæpir 84 ferkílómetrar og sjö sinnum stærra en Heimaey.Björgunarmenn munu standa í ströngu fram eftir nóttu en að sögn veðurfræðings NFS á vindur eftir að snúa sér til norðurs á morgun sem gæti orðið til þess að eldarnir fari til suðurs þar sem mikið er um eldmat sem hefur fram að þessu sloppið. Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þegar talið var að tekist hefði að ná tökum á sinueldinum á Mýrum, tók hann sig upp á nýjan leik. Um eitt hundrað ferkílómetrar af móum og mýrum hafa orðið eldinum að bráð, í þessum langstærsta sinueldi í sögu Íslands. Tugir björgunarmanna voru sótsvartir og sveittir í allan gærdag og alla nótt að berjast við eldhafið á Mýrum en klukkan átta í morgun var talið að tekist hefði að ráða niðurlögum þess. Það var svo rétt upp úr klukkan hálf fjögur í dag að boð barst um að eldurinn hefði tekið sig upp þegar hvessa tók af norðan. Við það nærðist eldglóð sem undir öskunni kraumaði og magnaðist upp svo kalla þurfti út slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði á nýjan leik. Þá var hringt í bændur og þeir beðnir um aðstoð en haugsugur þeirra hafa gert mikið gagn í baráttunni við eldanna. Þyrla Þyrluþjónustunnar var kölluð út í annað sinn en þetta er í fyrsta skipti sem þyrla hefur verið notuð á þennan hátt á Íslandi.Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi var daufur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis og sagði mikil vonbrigði að svo fór sem fór. Hann hafði sjálfur ekki sofið nema um tvo klukkutíma síðan í gærmorgun og sagði að eins væri farið með marga aðra bjrögunarmenn.Eldarnir á Mýrum eru þeir allra umfangsmestu í sögu Íslands. Vitað er um tvo aðra elda sem fram að þessu voru þeir mestu en þeir náðu ekki yfir nema um brot af því landssvæði sem Mýraeldar gera. Hátt á annað hundrað ferkílómetrar af votlendi og móum er nú sviðin jörð og ljóst að verulegar breytingar verða á gróðurfari á svæðinu sem fram til þessa hefur verið eitt mest samfellda votlendi landsins. Allt bendir til að mosi, fléttur, fjalldrapi og bláberjalyng muni sjást þar í minna mæli enda tekur það mörg ár, jafnvel áratugi fyrir þess háttar gróður að jafna sig eftir svo mikinn bruna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á dýralíf á svæðinu en um 10 þúsund mófuglapör gera sér þar hreiður ár hvert.Til að átta sig á hversu óhemjustórt landsvæði um ræðir þá skulum við bera svæðið saman við önnur þekkt kennileiti á Íslandi. Þá sést að svæðið er næstum tvöfalt höfuðborgarsvæðið sem er um 60 ferkílómetrar, fjórðungi stærra en Þingvallavatn sem er tæpir 84 ferkílómetrar og sjö sinnum stærra en Heimaey.Björgunarmenn munu standa í ströngu fram eftir nóttu en að sögn veðurfræðings NFS á vindur eftir að snúa sér til norðurs á morgun sem gæti orðið til þess að eldarnir fari til suðurs þar sem mikið er um eldmat sem hefur fram að þessu sloppið.
Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira