Innlent

Stærsta bryggja landsins vígð við Grundartanga

Stærsta bryggja landsins var tekin í notkun á Grundartanga í dag. Henni er ekki aðeins ætlað að þjóna vaxandi stóriðju heldur einnig höfuðborgarsvæðinu.

Þeir Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna og Gísli Gíslason hafnarstjóri tóku nýja viðlegukantinn formlega í notkun nú síðdegis en hann er alls 500 metra langur. Þetta er þar orðin með stærsta bryggja Íslands.

Hafist var handa við að lengja bryggjuna í maímánuði fyrir tveimur árum en aðalverktaki var ÍSAR. Samtímis var fyrsta skóflustunga tekin að stækkun álversins Norðuráls. Framkvæmdirnar hafa síðan fylgst að, álverið hefur rokið upp og er stefnt að því að fyrstu kerin í viðbyggingunni verði tekin í notkun um miðjan þennan mánuð.

Gísli segir stefnt að því að fjölbreyttari starfsemi byggist upp á Grundartanga, auk stóriðjunnar verði þar einnig smærri fyrirtæki. Höfninni þar er ætlað enn stærra hlutverk í framtíðinni.

Sjá má fréttina í heild sinni á VefTíVí Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×