Innlent

Ný hesthúsabyggð í Almannadal

MYND/pjetur_sigurdsson

Hestamannafélagið Fákur gerir ráð fyrir að um sextánhundruð hross munu komast í hús á nýju svæði þeirra í Almannadal. Borgarstjóri mun gefa formleg fyrirheit fyrir úthlutun byggingarréttar á svæðinu síðar í dag.

Hestamannafélagið Fákur hefur um langt árabil haft aðsetur í Víðidal. Það svæði er nú löngu sprungið og því finnst Fáksmönnum úthlutun borgarráðs kærkomin. Svæðið mun taka við þeirri miklu eftirspurn sem er eftir hesthúsum og því verða hrein viðbót við þá starfssemi sem fyrir er í borginni.

Lóðin sem borgarráð hefur úthlutað Fáki er í svokölluðum Almannadal vestan við Fjárborg. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að um 1600 hross fái inni og undirbúningur mun hefjast fljótlega og gera Fáksmenn ráð fyrir að hefja byggingaframkvæmdir strax í vor.

Og Fáksmenn eru að vonum glaðir og ætla að halda upp á það með því að bjóða upp á kaffi, kleinur og pönnsur klukkan hálf fjögur í dag en þá mun borgarstjóri tilkynna um úthlutunina formlega.

---






Fleiri fréttir

Sjá meira


×