Innlent

Aukið magn eiturefna

Þreföldun hefur orðið á eiturefnum á Austurlandi. Þar vega Kárahnjúkaframkvæmdir þyngst. Eiturefni eru flutt á milli landshluta í stórum stíl en líkur á umhverfisslysi eru þó taldar minniháttar.

Tvær stöðvar taka á móti eiturefnum sem í daglegu tali kallast spilliefni. Önnur er í Reykjavík, en hin á Akureyri. Akureyri tekur við spilliefnum frá Austurlandi. Árið 2004 var magnið að austan rúm 30 tonn, en í fyrra varð sprenging. Um 90 tonn bárust að austan, aðallega vegna Kárahnjúkaframkvæmda.

Rafgeymar er ekki síst móður náttúru frekar óhagsstæðir, svo ekki sé meira sagt. Við sjáum hér gríðarlegt magn rafgeyma sem ekki síst hefur fallið til á Kárahnjúkasvæðinu og það er von á meiru.

Gunnar Garðarsson, forstöðumaður Sagaplasts, segir að Sagaplast vinnu mikið hér á landi. Spilliefni fari til eyðingar einkum erlendis. Gunnar segir að rafgeymar séu sendir til Svíþjóðar en verri spilliefni séu send til Danmerkur þar sem þau eru brennd við háthitabrennslu. Hluti útgangsolíu fer til Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og örlítið af spilliefnu, fer í brennsluna á Suðurnesjum.

Þar sem aðeins tvær stöðvar taka á móti spilliefnum, þótt dreifing sé í höndum fleiri aðila, er umferð spilliefna nokkur um þjóðvegi landsmanna. Er ekki hætta því samfara? Gunnar sengir að efnin séu flutt mjög varfærnislega í sérstökum flutningskörum sem eru viðurkennd til slíks flutnings.

Fyrirtæki hafa tekið sig á í því að koma spilliefnum á þar til gerða staði, en hinn almenni borgari á enn nokkuð í land. Gunnar segir að rafhlöður séu mjög skaðlegar náttúrunni og þær eigi að fara í endurvinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×