Innlent

Tvöfalt fleiri á móti virkjun en með henni

65 prósent landsmanna eru andvíg því að ráðist verði í byggingu Norðlingaölduveitu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt er í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Andstaða við virkjunina er meiri meðal kvenna en karla og meiri meðal fólks með langskólamenntun en skemmri menntun að því er Ríkisútvarpið greindi frá. Í könnuninni kemur fram að um helmingur þjóðarinnar telur stjórnvöld og almenning sinna umhverfismálum illa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×