Íslendingar greiði milljarða kostnað verði þotur áfram 3. febrúar 2006 22:10 Íslendingar bjóðast til að taka á sig milljarða kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar og þyrlubjörgunarsveitar í varnarmálaviðræðum við Bandaríkjamenn, sem er framhaldið í dag. Stíft er þó haldið í þá kröfu að hér verði áfram herþotur. Geir H. Haarde utanríkisráðherra kom beint úr Ameríkuflugi í morgun á fund ríkisstjórnarinnar þar sem hann gerði ráðherrum grein fyrir því sem Íslendingar lögðu fram á samningafundum með Bandaríkjamönnum í gær. Þá hittust Geir og Condaleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og telst sá fundur til marks um að einhver útspil hafi verið lögð á borðið til þess að höggva á þann hnút sem varnarmálin fóru í, í október þegar Bandaríkin gerðu ítarkröfur um þátttöku Íslendinga í kostnaði við varnir landsins og rekstur Keflavíkurflugvallar. En Íslendingar eru nú tilbúnir til þess að koma til móts við þessar kröfur og taka á sig tvo kostnaðarsama þætti. Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði þessa tvo þætti vera reksturinn á flugvellinum sjálfum og síðan leitar- og björgunarmálin. Á þeim grundvelli gera íslensk stjórnvöld sér vonir um að það muni takast að ná samkomulagi. Geir telur það mjög mikilvægt að eyða óvissu varðandi þetta, fyrir Ísland, fyrir samskipti landanna almennt og svo fyrir bandamenn Íslendinga innan NATO. Ef Íslendingar taka á sig kostnað við rekstur flugvallarins þýðir það árleg útgjöld upp á allt að milljarð króna. En rekstur þyrlubjörgunarsveitar í gegnum Landhelgisgæsluna kallar á milljarða króna viðbótarkostnað, þ.e. kaup á þyrlum og fylgdarvélum og síðan þarf talsverðan mannafla til að reka slíka sveit. En á móti þessu útspili er það ófrávíkjanleg krafa af hálfu íslenskra stjórnvalda að hér verði áfram að lágmarki fjórar herþotur til að sinna loftvörnum. Utanríkisráðherra segir þoturnar vera lykilatriði í huga stjórnvalda og að fjórar þotur séu lágmarkið, að því er hann telur, í huga allra eða að dómi allra sem þekkja til þessara mála. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun fór utanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingi og gerði henni grein fyrir stöðu mála. Stjórnarandstaðan fagnaði því eftir fundinn að viðræðurnar væru komnar af stað, Samfylkingin undrast þó enn að ekki skuli formlega búið að skilgreina öryggis- og varnarhagsmuni landsins í ljósi gerbreyttrar heimsmyndar að kalda stríðinu loknu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði það hins vegar gott til þess að vita að samningaviðræðurnar væru hafnar. Það er að segja efnislegar samningaviðræður og að eftir því hafi verið beðið í næstum fimm ár eða frá því að bókunin rann út árið 2001 við varnarsamninginn. Það hafi nú tekist. Vinstri grænir skilja ekki af hverju Íslendingar halda áfram stíft í þá kröfu að hér séu áfram herþotur og telja að áður hafi að baki því sjónarmiði legið að vera þeirra tryggði greiðslur Bandaríkjamanna fyrir vallarstarfsemi og þyrlubjörgunarsveit, kostnað sem Íslendingar eru nú tilbúnir til að axla. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna sagðist hafa verið að geta sér til að þetta búi raunverulega að baki afstöðu þeirra, því hann trúi því ekki að menn séu í alvöru að búast við lofárás á Íslandi. Því að hvaðan ætti hún að koma? Þá vill Ögmundur þoturnar burt og raunar allan herinn og sagði: Ísland úr NATO, herinn burt. Samninganefndir Íslendinga og Bandaríkjamanna héldu viðræðum sínum áfram í Washington í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Íslendingar bjóðast til að taka á sig milljarða kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar og þyrlubjörgunarsveitar í varnarmálaviðræðum við Bandaríkjamenn, sem er framhaldið í dag. Stíft er þó haldið í þá kröfu að hér verði áfram herþotur. Geir H. Haarde utanríkisráðherra kom beint úr Ameríkuflugi í morgun á fund ríkisstjórnarinnar þar sem hann gerði ráðherrum grein fyrir því sem Íslendingar lögðu fram á samningafundum með Bandaríkjamönnum í gær. Þá hittust Geir og Condaleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og telst sá fundur til marks um að einhver útspil hafi verið lögð á borðið til þess að höggva á þann hnút sem varnarmálin fóru í, í október þegar Bandaríkin gerðu ítarkröfur um þátttöku Íslendinga í kostnaði við varnir landsins og rekstur Keflavíkurflugvallar. En Íslendingar eru nú tilbúnir til þess að koma til móts við þessar kröfur og taka á sig tvo kostnaðarsama þætti. Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði þessa tvo þætti vera reksturinn á flugvellinum sjálfum og síðan leitar- og björgunarmálin. Á þeim grundvelli gera íslensk stjórnvöld sér vonir um að það muni takast að ná samkomulagi. Geir telur það mjög mikilvægt að eyða óvissu varðandi þetta, fyrir Ísland, fyrir samskipti landanna almennt og svo fyrir bandamenn Íslendinga innan NATO. Ef Íslendingar taka á sig kostnað við rekstur flugvallarins þýðir það árleg útgjöld upp á allt að milljarð króna. En rekstur þyrlubjörgunarsveitar í gegnum Landhelgisgæsluna kallar á milljarða króna viðbótarkostnað, þ.e. kaup á þyrlum og fylgdarvélum og síðan þarf talsverðan mannafla til að reka slíka sveit. En á móti þessu útspili er það ófrávíkjanleg krafa af hálfu íslenskra stjórnvalda að hér verði áfram að lágmarki fjórar herþotur til að sinna loftvörnum. Utanríkisráðherra segir þoturnar vera lykilatriði í huga stjórnvalda og að fjórar þotur séu lágmarkið, að því er hann telur, í huga allra eða að dómi allra sem þekkja til þessara mála. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun fór utanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingi og gerði henni grein fyrir stöðu mála. Stjórnarandstaðan fagnaði því eftir fundinn að viðræðurnar væru komnar af stað, Samfylkingin undrast þó enn að ekki skuli formlega búið að skilgreina öryggis- og varnarhagsmuni landsins í ljósi gerbreyttrar heimsmyndar að kalda stríðinu loknu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði það hins vegar gott til þess að vita að samningaviðræðurnar væru hafnar. Það er að segja efnislegar samningaviðræður og að eftir því hafi verið beðið í næstum fimm ár eða frá því að bókunin rann út árið 2001 við varnarsamninginn. Það hafi nú tekist. Vinstri grænir skilja ekki af hverju Íslendingar halda áfram stíft í þá kröfu að hér séu áfram herþotur og telja að áður hafi að baki því sjónarmiði legið að vera þeirra tryggði greiðslur Bandaríkjamanna fyrir vallarstarfsemi og þyrlubjörgunarsveit, kostnað sem Íslendingar eru nú tilbúnir til að axla. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna sagðist hafa verið að geta sér til að þetta búi raunverulega að baki afstöðu þeirra, því hann trúi því ekki að menn séu í alvöru að búast við lofárás á Íslandi. Því að hvaðan ætti hún að koma? Þá vill Ögmundur þoturnar burt og raunar allan herinn og sagði: Ísland úr NATO, herinn burt. Samninganefndir Íslendinga og Bandaríkjamanna héldu viðræðum sínum áfram í Washington í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira