Innlent

Svifryksmengun fækkar lífdögum fólks

MYND/GVA

Svifryksmengun fækkar lífdögum fólks meira en umferðarslys samkvæmt sænskri rannsókn sem gerð hefur verið.

Sérfræðingar um svifryksmengun frá Norðurlöndunum funduðu nýlega í Stokkhólmi til að ræða þau vandamál sem fylgja svifryksmengun.

Hjalti Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir að rannsóknir hafi sýnt að grófa svifrykið sé jafn hættulegt og það fína. Hingað til hefur aðallega verið einblínt á fínt svifryk sem er úr útblæstri bíla en það grófa er það sem spænist upp úr malbikinu.

Nagladekk orsaka yfir 50% af uppspændu ryki sem kemur af götunum. Sænsk rannsókn hefur sýnt að svifryksmengun styttir lífdaga fólks um 60 til 70 en til samanburðar má sjá að umferðarslys stytta lífdaga fólks um 30 til 50. Hjalti segir að svifryksmengun í Reykjavík hafi verið að aukast á síðustu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×