Innlent

Hlemmur-Selfoss

MYND/Heiða Helgadóttir

Bæjarráð í Árborg og bæjarstjórnin í Hveragerði samþykktu í gær að fela bæjarstjórum sveitarfélaganna að ræða við strætó bs. um möguleika á strætóferðum milli Reykjavíkur og Selfoss um Hveragerði.

Um tíu prósent íbúa Árborgar sækja vinnu til Reykjavíkur og ætla má að hlutfallið sé ívið hærra í Hveragerði. Þá er ótalið það fólk sem sækir vinnu til Árborgar frá Reykjavík, en það er einnig umtalsverður fjöldi. Íbúar í Árborg eru um 7000 en í Hveragerði búa yfir 2000 manns. Alls mætti því ætla að minnst 1000 manns fari yfir Hellisheiðina daglega til vinnu eða skóla.

Að sögn Þorvaldar Guðmundssonar, formanns bæjarráðs Árborgar, eru Reykjavíkursvæðið, Árborg og Ölfus orðin eitt atvinnu- og þjónustusvæði og því nauðsynlegt að samgöngur séu greiðar og aðgengilegar. Hann segir þetta sjálfsagða þjónustu við íbúana og að auki muni þetta geta létt á umferðinni sem hafi farið vaxandi á þessari leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×