Innlent

Vilja breytingar

Félag kvenna í endurskoðun, Félag kvenna í læknastétt, Félag kvenna í lögmennsku og Kvennanefnd Verkfræðingafélagsins, krefjast þess að konur verði jafn margar í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi og karlar.

Í skýrslu nefndar um aukinn hlut kvenna í yfirstjórnum fyrirtækja kemur fram að vísbendingar eru um að íslensk fyrirtæki standi sig verr með tillilti til fjölda kvenna í stjórnum en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Félögin fullyrða að enginn skortur er á hæfum konum sem bæði geta og vilja setjast í stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða og benda á mikilvægi þess að hæfileikar beggja kynja nýtist til hagsbóta fyrir atvinnulífið og lífeyristryggingakerfi allra landsmanna.

Félögin hafa jafnframt sent áskorun til Kauphallar Íslands um að jafna hlut kynjanna í stjórnum og stjórnunarstöðum og sendu félögin jafnframt samskonar áskorun til Samtaka atvinnulífsins sem og þeim stettarfélögum sem tilnefna stjórnarmenn í stjórnir lífeyrissjóða. Var skorað á þá að tilnefna einungis konur í stjórnir sjóðanna þar til hlutföll kynjanna yrði sem næst jöfn í stjórn við komandi lífeyrissjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×