Erlent

Röð sprengjuárása í Bagdad

MYND/AP

Tæplega fjörutíu hafa fallið í röð sprengjuárása í tveimur borgum í Írak í morgun. Minnst tuttugu og fjórir týndu lífi og þrjátíu og fimm særðust þegar spengja sprakk á markaði í miðborg Bagdad. Markaðurinn er sá stærsti á svæðinu og því hefur fleiri árásir verið gerðar á hann.

Tólf féllu og tuttugu og átta særðust þegjar sprengja sprakk við húsnæði íraska hersins í Hilllah. Sprengja hafði verið verið bundin við hjól sem lagt var nálægt hóp Íraka sem voru að skrá sig í herinn. Vegsprengja sprakk við bensínstöð í miðborg Bagdad og varð tveimur að bana. Tuttugu og einn særðist í þeirri árás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×