Erlent

Telja sig hafa náð höfuðpaur Al Kaída í Bretlandi

Breska blaðið The Times hefur eftir háttsettum mönnum í bresku leyniþjónustunni að meðal þeirra sem handteknir voru í Bretlandi í síðustu viku vegna gruns um að ætla að fremja hryðjuverk sé höfuðpaur Al Kaída í Bretlandi.

Samkvæmt heimildum blaðsins telur leyniþjónustan að maðurinn hafi haft forgöngu um að senda stjórnendur allavega einnar hryðjuverkaárásar í Bretlandi í þjálfunarbúðir í Pakistan og að hann sé í innsta hring breskra regnhlífarsamtaka fyrir hryðjuverkaflokka frá Kasmír, Norður-Afríku og Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×