Detroit valtaði yfir Atlanta 19. janúar 2006 14:29 Chauncey Billups fór fyrir liði sínu í nótt eins og svo oft áður NordicPhotos/GettyImages Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur. Indiana lagði Charlotte á heimavelli sínum 98-92. Anthony Johnson skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana, en þrír leikmenn voru efstir og jafnir með 15 stig hjá Charlotte. Orlando lagði Washington 106-98 þar sem Steve Francis lék með liðinu á ný eftir leikbann. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Washington. New Jersey lagði Philadelphia 101-90. Vince Carter skoraði 31 stig, átti 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá New Jersey, en Allen Iverson skoraði 36 stig fyrir Philadelphia og meiddist reyndar á hné í lokaleikhlutanum og haltraði eftir það. Boston lagði Minnesota 103-96. Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir Boston en Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst hjá Minnesota. New Orleans vann góðan sigur á Memphis 87-79. Nýliðinn Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá New Orleans, en Mike Miller skoraði 21 stig fyrir Memphis. Chicago sigraði New York 106-104. Jamal Crawford skoraði 19 stig fyrir New York og Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Chicago. Dallas valtaði yfir lánlaust lið Houston Rockets 103-76, þar sem varamenn liðanna léku allan síðasta fjórðunginn eftir að Dallas hafði löngu gert út um leikinn. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 29 stig, en Rafer Alston skoraði 17 stig fyrir Houston. Leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. San Antonio vann nauman sigur á Milwaukee á heimavelli 95-93. Tim Duncan skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Michael Redd skoraði 26 fyrir Milwaukee. Carmelo Anthony hafði betur í árlegu einvígi sínu við LeBron James og félaga þegar Denver lagði Cleveland 90-89 í hörkuleik í Denver. Anthony skoraði 17 stig eins og Earl Boykins, en LeBron James skoraði 24 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Cleveland, sem hafði tækifæri til að vinna leikin í lokin. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Clippers 112-102. Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 18 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 27 stig fyrir Clippers. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Sjá meira
Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur. Indiana lagði Charlotte á heimavelli sínum 98-92. Anthony Johnson skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana, en þrír leikmenn voru efstir og jafnir með 15 stig hjá Charlotte. Orlando lagði Washington 106-98 þar sem Steve Francis lék með liðinu á ný eftir leikbann. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Washington. New Jersey lagði Philadelphia 101-90. Vince Carter skoraði 31 stig, átti 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá New Jersey, en Allen Iverson skoraði 36 stig fyrir Philadelphia og meiddist reyndar á hné í lokaleikhlutanum og haltraði eftir það. Boston lagði Minnesota 103-96. Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir Boston en Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst hjá Minnesota. New Orleans vann góðan sigur á Memphis 87-79. Nýliðinn Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá New Orleans, en Mike Miller skoraði 21 stig fyrir Memphis. Chicago sigraði New York 106-104. Jamal Crawford skoraði 19 stig fyrir New York og Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Chicago. Dallas valtaði yfir lánlaust lið Houston Rockets 103-76, þar sem varamenn liðanna léku allan síðasta fjórðunginn eftir að Dallas hafði löngu gert út um leikinn. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 29 stig, en Rafer Alston skoraði 17 stig fyrir Houston. Leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. San Antonio vann nauman sigur á Milwaukee á heimavelli 95-93. Tim Duncan skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Michael Redd skoraði 26 fyrir Milwaukee. Carmelo Anthony hafði betur í árlegu einvígi sínu við LeBron James og félaga þegar Denver lagði Cleveland 90-89 í hörkuleik í Denver. Anthony skoraði 17 stig eins og Earl Boykins, en LeBron James skoraði 24 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Cleveland, sem hafði tækifæri til að vinna leikin í lokin. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Clippers 112-102. Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 18 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 27 stig fyrir Clippers.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Sjá meira