Innlent

Nemendur í framhalds- og háskólum aldrei fleiri

MYND/GVA

42.200 nemar voru skráðir í framhalds- og háskólalandsins í haust samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Í framhaldsskóla eru skráðir 25.093 nemendur og 17.107 nemendur í háskóla. Fjöldi skráðra nemenda í námi á háskólastigi hefur tæplega tvöfaldast frá hausti 1998 en nemendum á framhaldsskólastigi hefur fjölgað um tæpan fjórðung á sama tímabili. Rúm 57 prósent nemenda eru konur og 43 prósent karlar. Athygli vekur að á þessu skólaári fer heildarfjöldi nemenda yfir 100 þúsund sem er um þriðjungur þjóðarinnar.

Nemendum fjölgaði eingöngu í fjarnámi á framhaldsskólastigi en nemendum í fjarnámi á háskólastigi fækkaði um 6,3 prósent frá síðasta ári. Nemendur í fjarnámi eru nú tvöfalt fleiri en nemendur í kvöldskólum. Haustið 2005 stunda tæplega 82 prósent nemenda nám í dagskóla, rúmlega 12 prósent nemenda fjarnám og 6 prósent nemenda eru í kvöldskólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×