Innlent

Stjórnvöld bregðast við hruni rækjuveiða

MYND/Sigurður Jökull Ólafsson

Stjórnvöld reyna nú að draga úr því áfalli að rækjuveiði í íslenskri lögsögu er hrunin og sú litla rækjuvinnsla, sem enn er stunduð í landi, byggir á erlendu hráefni og ber sig varla lengur.

Útvegsmenn, sem eiga rækjukvóta, munu ekki missa hann þótt þeir nýti hann ekki, jafnvel svo nokkrum árum skipti, og ekki verður innheimt veiðigjald af rækjukvótanum, samkvæmt frumvarpi, sem einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ætlar að leggja fram á Alþingi.

Þetta er gert í ljósi þess að rækjuveiðarnar hafa hrunið á skömmum tíma og engar vísbendingar eru um hvenær rækjustofninn nær sér á ný. Samfara aflabrestinum hefur orðið verðhrun á rækjuafurðum á heimsmarkaði.

Þær fáu rækjuverksmiðjur, sem enn eru í gangi í landinu, vinna nær eingöngu úr erlendu hráefni. Ef farið er tíu ár aftur í tímann, þegar á annað hundrað skip stunduðu rækjuveiðar, skiptu rækjuverksmiðjur tugum og aflaverðmæti rækjunnar var um fimmtungur af öllu útflutningsverðmæti sjávarafurða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×