Innlent

Góðu fólki og 365 fjölmiðlum stefnt

Ríkisútvarpið og auglýsingahönnuður hafa stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir héraðsdóm, fyrir meinta ólöglega notkun á auglýsingu sem hönnuð var fyrir Ríkisútvarpið inni í auglýsingu 365 fjölmiðla.

Krafist er 960 þúsund króna í skaðabætur fyrir Ríkisútvarpið og tveggja milljóna króna í bætur til auglýsingahönnuðarins. Í febrúar á þessu ári birti Ríkisútvarpið auglýsingu um tíu vinsælustu sjónvarpsþættina, samkvæmt nýlegri könnun IMG Gallups.

Daginn eftir birtist auglýsing frá 365 fjölmiðlum, þar sem auglýsing Ríkisútvarpsins hafði verið felld inn, og settar á hana merkingar við þá dagskrárliði sem ekki voru lengur í sýningu, þar sem sagði "BÚIÐ; það er ekki nóg að vera vinsæll í viku, sjö af hverjum tíu vinsælustu þáttum Sjónvarpsins eru ekki lengur á dagskrá". Síðan er tekið fram í annrri auglýsingu að, að sjálfsögðu sýni Stöð 2 tíu vinsælustu þættina sína áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×