Innlent

Sálfræðifélagið vill álit dómstóla

Sálfræðifélag Íslands vill að dómstólar skeri úr um hvort heilbrigiðsráðuneytinu beri að niðurgreiða sálfræðiþjónstu. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir málið komið í hringavitleysu á meðan hundruð bíða geðþjónustu.

Sálfræðingafélag Íslands hefur stefnt Samkeppnisstofnun vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin felldi úr gildi ákvörðun Samkeppnisstofnunar um að Heilbrigis- og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um greiðsluþáttöku vegna þjónustu þeirra.

Nú þarf Sálfræðifélagið að kæra Samkeppnisstofnun sem er sammála um að semja skuli við Sálfræðinga. Fyrir nokkrum árum voru sett lög þess efnis að ráðneyinu væri heimilt að semja við sálfræðinga.

Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir margra mánaða biðlista vera eftir viðtali við geðlækni og bráðamóttakan á Landsspítalanum sé aðeins fyrir þá allra veikustu. Auk þess segir hann nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu sem meðal annars sálfræðingar geti veitt, slíkt gæti jafnvel dregið úr lyfjagjöf.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×