Innlent

Auðveldar stuðning við nýsköpun og hátækni

MYND/Kristján J. Kristjánsson
Auðveldara verður fyrir lífeyrissjóði að styðja við nýsköpun og hátækni, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Þá fá slík fyrirtæki auknar skattaívilnanir til að auðvelda rannsóknar -og þróunarstarf. Í fyrsta lagi verður reglugerð breytt þannig að fyrirtæki í þróunarstarfi geta verið með svokallaða fyrirfram skráningu í virðisaukaskattskerfnu í 12 ár í stað 6. Þá ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp um að svokallað leiðréttingar tímabil vegna fasteigna lengist úr 10 árum í 20.

Allt á þetta að nýtast fyrirtækjum á sviði rannsókna, -þróunnar og nýsköpunar sérstaklega. Síðan á að auðvelda lífeyrissjóðum þátttöku í slíku fyrirtækjum, með því að breyta reglum um samlagshlutafélög.


Allt kemur þetta í kjölfar mikillar umræðu um slaka stöðu íslenskra nýsköpunarfyrirtækja, ekki síst vegna gegnisins, en eru þetta viðbrögð við þeirri umræðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×