Liverpool með bestan árangur allra liða 24. júlí 2006 17:54 Hér má sjá þá Ronnie Rosenthal, Ian Rush, Ronnie Whelan, Alan Hansen og John Barnes hjá Liverpool fagna deildarmeistaratitlinum árið 1990 NordicPhotos/GettyImages Breska blaðið The Times birtir í dag úttekt á árangri liða í efstu deild frá því deildarkeppni hófst árið 1888. Þar kemur fram að Liverpool er sigursælasta liðið í sögu deildarinnar, nokkuð á undan erkifjendum sínum Manchester United. Arsenal vermir þriðja sætið. Í úttektinni er tekið mið af árangri liða frá stofnun deildarkeppninnar og þrjú stig gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Liverpool hefur unnið enska meistaratitilinn oftar en nokkuð annað félag - 18 sinnum. Liðið hefur fengið 5927 stig út úr 3643 leikjum - eða 1,63 stig að meðaltali í leik. Manchester United er í öðru sæti þegar tekið er mið af þessari sömu úttekt. Liðið hefur unnið enska meistaratitilinn 15 sinnum og hefur hlotið 5337 stig úr 3287 leikjum, sem gerir 1,62 stig að meðaltali í leik. Arsenal er í þriðja sæti með 13 titla, 5780 stig úr 3643 leikjum og 1,59 stig að meðaltali í leik. Leeds United hefur aðeins spilað 2063 leiki í efstu deild, en er með fjórða besta árangurinn - 1,48 stig. Þá kemur Aston Villa með 1,47, Everton 1,47, Tottenham 1,44, Newcastle 1,43, Wolves 1,42 og Burnley er í 10. sætinu mðe 1,41 stig að meðaltali í leik. Tvöfaldir Englandsmeistarar Chelsea eru aðeins í 14. sæti listans með 1,39 stig að meðaltali og til gamans má geta að liðið þyrfti að hala inn yfir 90 stig á hverju einasta tímabili næstu 23 árin til að toppa frábæran árangur Liverpool um stig að meðaltali í leik. Að lokum er gaman að geta þess að Everton hefur spilað flesta leiki allra liða í efstu deild eða 4027 leiki, Liverpool hefur unnið flesta leiki eða 1674 og Everton hefur gert flest jafntefli (987) og tapað flestum leikjum (1402) í sögu efstu deildar, enda eitt elsta liðið í sögu ensku knattspyrnunnar. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Breska blaðið The Times birtir í dag úttekt á árangri liða í efstu deild frá því deildarkeppni hófst árið 1888. Þar kemur fram að Liverpool er sigursælasta liðið í sögu deildarinnar, nokkuð á undan erkifjendum sínum Manchester United. Arsenal vermir þriðja sætið. Í úttektinni er tekið mið af árangri liða frá stofnun deildarkeppninnar og þrjú stig gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Liverpool hefur unnið enska meistaratitilinn oftar en nokkuð annað félag - 18 sinnum. Liðið hefur fengið 5927 stig út úr 3643 leikjum - eða 1,63 stig að meðaltali í leik. Manchester United er í öðru sæti þegar tekið er mið af þessari sömu úttekt. Liðið hefur unnið enska meistaratitilinn 15 sinnum og hefur hlotið 5337 stig úr 3287 leikjum, sem gerir 1,62 stig að meðaltali í leik. Arsenal er í þriðja sæti með 13 titla, 5780 stig úr 3643 leikjum og 1,59 stig að meðaltali í leik. Leeds United hefur aðeins spilað 2063 leiki í efstu deild, en er með fjórða besta árangurinn - 1,48 stig. Þá kemur Aston Villa með 1,47, Everton 1,47, Tottenham 1,44, Newcastle 1,43, Wolves 1,42 og Burnley er í 10. sætinu mðe 1,41 stig að meðaltali í leik. Tvöfaldir Englandsmeistarar Chelsea eru aðeins í 14. sæti listans með 1,39 stig að meðaltali og til gamans má geta að liðið þyrfti að hala inn yfir 90 stig á hverju einasta tímabili næstu 23 árin til að toppa frábæran árangur Liverpool um stig að meðaltali í leik. Að lokum er gaman að geta þess að Everton hefur spilað flesta leiki allra liða í efstu deild eða 4027 leiki, Liverpool hefur unnið flesta leiki eða 1674 og Everton hefur gert flest jafntefli (987) og tapað flestum leikjum (1402) í sögu efstu deildar, enda eitt elsta liðið í sögu ensku knattspyrnunnar.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti