Fleiri karlar í atvinnuleit 26. júní 2006 11:31 MYND/Vísir Heldur fleiri karlar en konur voru að leita sér að starfi hér á landi í apríl og maí sl., eða 12% karla og 8% kvenna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Jafnréttisráð. Ekki er marktækur munur milli kynja á því hvort skipt hafi verið um vinnuveitanda á síðastliðnum tveimur árum. Í apríl og maí kannaði Gallup fyrir ráðið tíðni og ástæður vinnuskipta karla og kvenna. í tilkynningu frá Jafnréttisráði segir að ástæða þess að ráðið vildi láta kanna þetta atriði er m.a. að því hefur verið haldið fram að ein af ástæðunum fyrir tekjumun karla og kvenna sé að karlar verðleggi sig hærra en konur þegar kemur að samningum um kaup og kjör. Þá séu þeir einnig fúsari til að skipta um störf í þeim tilgangi að auka tekjur sínar. Jafnframt hefur verið bent á að konur séu mun líklegri en karlar til að miða hegðun sína á vinnumarkaði við ábyrgð sína gagnvart heimili og fjölskyldu og það geti stuðlað að veikari stöðu á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður þessarar könnunar Gallup eru þær að heldur fleiri karlar en konur voru að leita sér að starfi, eða 12% karla og 8% kvenna. Á hinn bóginn er ekki marktækur munur milli kynja á því hvort skipt hafi verið um vinnuveitanda á síðastliðnum tveimur árum. Þegar kemur að ástæðum fyrir því að verið er að leita að nýju starfi er ekki marktækur munur á kynjunum, en hins vegar er marktækur munur á ástæðum þeim sem gefnar eru fyrir skiptum á vinnuveitanda á síðastliðnum tveimur árum. Rétt tæplega helmingi fleiri karlar en konur hafa misst fyrri vinnu og um helmingi fleiri karlar en konur gefa ,,tilbreytingu" upp sem ástæðu. Ríflega þrisvar sinnum fleiri konur en karlar nefna fjölskylduábyrgð sem ástæðu fyrir skiptum á vinnuveitanda og tæplega helmingi fleiri karlar en konur nefna ,,hærri laun/launatengt". Einnig var spurt um tíma varið til heimilisstarfa og launavinnu og kemur í ljós að þar er verulegur kynjamunur. Konur verja mun meiri tíma en karlar til heimilisstarfa en karlar á hinn bóginn mun meiri tíma í launavinnu en konur. Sjá nánar á heimasíðu Jafnréttisráðs. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Heldur fleiri karlar en konur voru að leita sér að starfi hér á landi í apríl og maí sl., eða 12% karla og 8% kvenna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Jafnréttisráð. Ekki er marktækur munur milli kynja á því hvort skipt hafi verið um vinnuveitanda á síðastliðnum tveimur árum. Í apríl og maí kannaði Gallup fyrir ráðið tíðni og ástæður vinnuskipta karla og kvenna. í tilkynningu frá Jafnréttisráði segir að ástæða þess að ráðið vildi láta kanna þetta atriði er m.a. að því hefur verið haldið fram að ein af ástæðunum fyrir tekjumun karla og kvenna sé að karlar verðleggi sig hærra en konur þegar kemur að samningum um kaup og kjör. Þá séu þeir einnig fúsari til að skipta um störf í þeim tilgangi að auka tekjur sínar. Jafnframt hefur verið bent á að konur séu mun líklegri en karlar til að miða hegðun sína á vinnumarkaði við ábyrgð sína gagnvart heimili og fjölskyldu og það geti stuðlað að veikari stöðu á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður þessarar könnunar Gallup eru þær að heldur fleiri karlar en konur voru að leita sér að starfi, eða 12% karla og 8% kvenna. Á hinn bóginn er ekki marktækur munur milli kynja á því hvort skipt hafi verið um vinnuveitanda á síðastliðnum tveimur árum. Þegar kemur að ástæðum fyrir því að verið er að leita að nýju starfi er ekki marktækur munur á kynjunum, en hins vegar er marktækur munur á ástæðum þeim sem gefnar eru fyrir skiptum á vinnuveitanda á síðastliðnum tveimur árum. Rétt tæplega helmingi fleiri karlar en konur hafa misst fyrri vinnu og um helmingi fleiri karlar en konur gefa ,,tilbreytingu" upp sem ástæðu. Ríflega þrisvar sinnum fleiri konur en karlar nefna fjölskylduábyrgð sem ástæðu fyrir skiptum á vinnuveitanda og tæplega helmingi fleiri karlar en konur nefna ,,hærri laun/launatengt". Einnig var spurt um tíma varið til heimilisstarfa og launavinnu og kemur í ljós að þar er verulegur kynjamunur. Konur verja mun meiri tíma en karlar til heimilisstarfa en karlar á hinn bóginn mun meiri tíma í launavinnu en konur. Sjá nánar á heimasíðu Jafnréttisráðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira