Ferillinn senn á enda

Króatíski framherjinn Dado Prso hjá Glasgow Rangers segist óttast að hann þurfi að leggja skóna á hilluna að loknu næsta tímabili, en samningur hans rennur út næsta vor. Prso lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og segist ekki eiga von á að geta leikið meira en eitt tímabil í viðbót vegna þrálátra hnémeiðsla. Prso er 32 ára gamall og spilaði með franska liðinu Mónakó áður en hann gekk í raðir Rangers.