Innlent

Ný föt, sami skátinn

Það er ekki lognmollan á landsmóti skáta.
Það er ekki lognmollan á landsmóti skáta.

Árlegt skátaþing var sett í kvöld og það stendur alla helgina. Yfirskrift þingsins er "Ný dagskrá, nýir tímar" og verða meðal annars kynntir nýir skátabúningar, merki og önnur ytri einkenni.

Dagskrá næstu þriggja ára mun bera þess merki að skátahreyfingin fagnar aldarafmæli sínu árið 2007. Á þinginu verða meðal annars rædd verkefni tengd afmælinu, svo og alheimsmót skáta, svonefnt Jamboree en 300 íslenskir skátar stefna á þátttöku í mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×