Innlent

Tveggja krónu afsláttur af eldsneyti

MYND/Haraldur Jónasson

Atlantsolía og FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, undirrita í dag samning um afslátt af eldsneyti og veitir samningurinn félögum FÍB tveggja krónu afslátt af eldsneyti. Með samningnum skuldbindur Atlantsolía sig til að veita engum öðrum en félögum FÍB jafnmikinn afslátt. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá FÍB þá mun afslátturinn gera það að verkum að félagsmenn geta sparað samanlagt um 80 milljónir króna í eldsneytiskaupum. Athygli vekur að samningurinn er undirritaður nú en í gær hækkuðu stóru olíufélögin bensínverðið hjá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×