Innlent

Nælonstúlkur á barmi heimsfrægðar

Íslenska stúlknabandið Nælon rambar nú á barmi heimsfrægðar, en Nælonstúlkur verða upphitunarband fyrir strákana í Westlife á tónleikaferðalagi um Bretland.

Nælon ætlar að hita upp fyrir Westlife á 22 tónleikum um allt Bretland í apríl og maí, en tónleikaferðalagið nær hápunkti með rúmlega 200 þúsund manna tónleikum á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Westlife er írsk drengjasveit, sem notið hefur gríðarlegra vinsælda, selt plötur í bílförmum, einar 34 milljónir, og fyllir hvarvetna tónleikahús, íþróttahallir og leikvanga.

Nýjasta platan, og sú sjöunda í röðinni, Face To Face, fór beint á topp breska vinsældarlistans. Að auki hafa þeir Westlife-ingar komið 12 smellum í efsta sæti smáskíkfulistans þar ytra.

Okkar stúlkur í Nylon eiga að sjálfsögðu ekki neinn viðlðíka feril að baki, en hefur þó gengið vel hér upp á Íslandi, og eru nú að reyna fyrir sér í landi Bretóna, Angla og Saxa. Fyrsta smáskífa stelpnanna, Loosing a Friend, verður gefin þar út í byrjun júní. Fyrsta breiðskífa þeirra stúlkna ytra, mun síðan fylgja í kjölfarið.

Þær njóta krafta Grammy-verðlaunahafans, Andy Wrigh við upptökustjórnina, og nú er þær komnar inn undir hjá Westlife. Svo nú má hún Björg okkar, helsta táknmynd Íslands í poppheiminum, fara að vara sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×