Innlent

Dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumann

MYND/Páll

Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Austurlands í dag þegar maður var dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumann. Var sakborningurinn dæmdur til að greiða þrjátíu þúsund krónur í sekt fyrir athæfið en það átti sér stað síðastliðið haust í félagsheimilinu Félagslundi á Reyðarfirði. Ekki er vitað til þess að slíkur dómur hafi áður fallið á Íslandi en lögreglumenn hafa lengi lýst yfir óánægju sinni með að ekki skuli vera hægt að stemma stigu við að hrækt sé á lögreglumenn að störfum. Brotið telst varða við 106. grein almennra hegningarlaga þar sem segir meðal annars að hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Brotið þótti hins vegar það smávægilegt að þrjátíu þúsund króna sekt þótti hæfileg refsing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×