Innlent

Þrennt slasaðist í Bláfjöllum í gærkvöldi

Þrennt slasaðist í Bláfjöllum í gærkvöldi og voru allir fluttir með sjúkrabílum á slysadeild, þar sem gert var að sárum þeirra.

Fyrst skullu tvær stúlkur harkalega saman og skömmu síðar féll karlmaður og fótbrotnaði. Stúlkurnar reyndust ekki alvarlega slasaðar og karlmaðurinn fékk að fara heim þegar búið hafði verið um brotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×