Erlent

Góð kjörsókn í Palestínu

AP

Kjörsókn í Palestínu hefur verið góð það sem af er degi en þar kjósa landsmenn nýtt þing, í fyrsta sinn í tíu ár. Útlit er fyrir að Hamas-hreyfingin fái nánast jafnmikið fylgi og Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta heimastjórnarinnar.

Rúmlega 1,3 milljónir íbúa Vesturbakkans, Gaza-strandarinnar og Austur-Jerúsalem hafa kosningarétt í þessum fyrstu þingkosningum Palestínumanna í heilan áratug. Mikil eftirvænting hefur ríkt á meðal þeirra enda lék vafi á hvort kosningarnar yrðu yfirleitt haldnar eftir að Ísraelar ætluðu að banna íbúum Austur-Jerúsalem að neyta kosningaréttar síns. Kjörstaðir voru opnaðir í bítið og höfðu þá víða myndast biðraðir fyrir utan. Eftir því sem næst verður komist hefur atkvæðagreiðslan farið vel fram, ef frá eru talin vandamál á nokkrum kjörstöðum í Austur-Jerúsalem. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin hermir að Ísraelar hafi reynt að loka þeim og því hafi kjósendur þar orðið að leggja á sig strangt ferðalag yfir á Vesturbakkann til að kjósa þar.

Kannanir benda til að fylgi Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínsku heimastjórnarinnar, og Hamas-samtaka herskárra Palestínumanna, sé nánast jafnt, en alls eru ellefu flokkar í framboði. Bandaríkjamenn telja Hamas hryðjuverkasamtök og Ísraealar hafa lýst því yfir að þeir semji ekki við ríkisstjórn sem Hamas á aðild að. Eins og írski lýðveldsiherinn og Hizbollah-samtökin sýna þá geta samtök sem beitt hafa hryðjuverkum vel þróast yfir í hefðbundnar stjórnmálahreyfingar.



AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×