Innlent

Grýlukerti hættuleg

Grýlukerti
MYND/Pjetur Sigurðsson

Grýlukerti eru algeng sjón um þessar mundir enda kalt í verði og aðstæður kjörnar til myndunar þeirra.

Grýlukerti myndast á húsum sem eru illa einöngruð og oftast við sperrur og þök. Þau myndast þegar nægjanlega hlýtt loft streymir út og bræðir snjó í dropa sem svo falla. Þegar það er svona kalt eins og nú er þá frjósa droparnir á leið sinni niður og mynda smám saman lag yfir lag sem úr verða misstór grýlukerti. Elsta heimild á notkun orðsins grýlukerti er frá Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen sem gefin var út árið nítján hundruð og þrettán. Mörg önnur orð eru til yfir sama fyrirbæri eins og tröllakerti, draugakerti og klakadrjóli en algengast er orðið Grýlukerti.

Grýlukerti eru algeng sjón á þakskekkjum gamalla húsa um þessar mundir og við Laugarveginn stafar vegfarendum hreinlega hætta af þeim því þegar það fer að hlána þá bráðna grýlukertin, losna af og falla til jarðar. Það er á ábyrgð húseigenda að hreinsa grýlukertin burt því ef þau valda tjóni þá eru það þeir sem eru skaðabótaskyldir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×