Sport

Middlesboro eða West Ham í úrslit?

Alan Pardew og Steve McClaren munu hvetja menn sína til dáða í dag.
Alan Pardew og Steve McClaren munu hvetja menn sína til dáða í dag. Getty

Í dag mætast lið Middlesboro og West Ham í síðari undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Villa Park í Birmingham. Liðið sem sigrar mætir Liverpool í úrslitum á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsendingin kl. 14:50.

West Ham hafa komið verulega á óvart í vetur og sitja í 10. sæti deildarinnar þrátt fyrir að vera með kornungt lið. Boro hafa aftur á móti ekki náð árangri sem þeir sætta sig við í deildinni en eru hinsvegar komnir alla leið í undanúrslit í Evrópukeppni félagsliða. Eflaust vilja bæði þessi lið komast í úrslitaleikkinn og eiga möguleika á þessum elsta bikar í boltanum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×