Innlent

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor hófst í gær. Kosningarnar fara fram 27. maí næstkomandi.

Atkvæðagreiðslan hefst áður en framboðsfrestur rennur út sem er í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórana. Frá þessu greinir á vef sem Félagsmálaráðuneytið hefur sett upp vegna sveitarstjórnarkosninganna. Stjórnmálasamtök, sem buðu fram við síðustu Alþingiskosningar, eiga sér fastan listabókstaf. Listabókstafir annarra samtaka, sem bjóða fram við sveitarstjórnarkosningar, verða hins vegar ákveðnir af yfirkjörstjórn að framboðsfresti liðnum.

Hér má finna kosningavef félagsmálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×