Innlent

Réðust að stúlku og reyndu að nauðga henni

Við Hafravatn.
Við Hafravatn. Mynd/Teitur

Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem réðust á 19 ára stúlku á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, óku með hana í bíl hennar upp á Hafravatnsveg og reyndu þar að nauðga henni. Stúlkan braust um og endaði bíllinn utan vegar í átökunum, en við það lögðu mennirnir á flótta. Hún hringdi í lögreglu, sem hóf víðtæka leit á svæðinu, meðal annars með leitarhudnum, en án árangurs. Í viðtali við Morgunblaðið segist stúkan hafa numið staðar, þar sem mennirnir virtust þurfa á aðstoð að halda, en þá hafi þeir ráðist á hana. Hún segist ekki þekkja þá, en gaf lögreglu lýsingu á þeim. Athygli vekur að Rannsóknadeild lögreglunnar hefur ekki farið fram á það við fjölmiðla að þeir komi á framfæri óskum til almennings um upplýsingar um mannaferðir á svæðinu í fyrrinótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×