Innlent

Listahátíð og Icelandair undirrita nýjan samstarfssamning

Forsvarsmenn Listahátíðar og Icelandair fögnuðu í dag 25 ára starfsafmæli með undirritun nýs samstarfssamnings. Stjórnandi Listahátíðar fullyrðir að hátíðin hefði ekki komist á laggirnar ef ekki væri fyrir samstarfið. Listahátíð í Reykjavík var sett á fót árið 1970, og þá meðal annars í samstarfi við flugfélagið Loftleiðir sem þá var og hét, sem seinna varð Flugleiðir og í dag heitir Icelandair.

 

Í gegnum tíðina hafa fjölmörg af stærstu, sem og minna þekktum, nöfnum listaheimsins nýtt sér „loftbrúna" til að gleðja landsmenn á Listahátíð, þar á meðal Led Zeppelin, Luciano Pavarotti og David Bowie. Hér gefur að líta aðeins brot af öllum þessum listamönnum, og við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×