Innlent

Sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun

Héraðsdómur Norðurlands vestra
Héraðsdómur Norðurlands vestra MYND/Vísir

Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðislega misnotkun gagnvart stúlku.

Stúlkan bar að maðurinn, sem var sautján ára þegar ákært brot átti sér stað, hefði farið höndum um kynfæri hennar þegar hún var sjö til átta ára en maðurinn neitaði sök. Nokkur ár eru liðin frá samskiptum þeirra en maðurinn var nokkuð tíður gestur á heimili foreldra hennar á þessum tíma og gisti þar stundum. Engar vísbendingar voru í málinu aðrar en framburður mannsins og stúlkunnar og segir í dóminum að sumt orki tvímælis í framburði beggja. Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara og ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á brotið og því sé maðurinn sýkn saka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×