Forseti Grikklands kominn til landsins 5. júlí 2006 22:56 Karolos Papoulias og eiginkona hans, May Papoulia, lentu í nepjunni á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í dag. MYND/NFS Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. Karolos Papoulias og eiginkona hans, May Papoulia, lentu í nepjunni á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í dag. Heimsóknin hefst hins vegar ekki að nafninu til fyrr en í fyrramálið með hátíðlegri móttökuathöfn á Bessastöðum þar sem Papoulias mun ræða við forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, og munu forsetarnar svo ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum. Frá Bessastöðum halda grísku forsetahjónin í Þjóðminjasafnið en þau munu svo snæða hádegisverð í Höfða í boði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður mun flytja erindi um sóknarfæri í evrópsku viðskiptalífi. Eftir hádegi er för forsetahjónanna svo heitið til Suðurnesja þar sem þau munu meðal annars kynna sér saltfisksverkun og Hitaveitu Suðurnesja. Annað kvöld sitja þau svo hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í boði íslensku forsetahjónanna. Papoulias er 77 ára að aldri og er lögfræðingur að mennt. Hann átti meðal annars sæti á gríska þinginu í 27 ár og var utanríkisráðherra Grikklands í tvígang, fyrst frá 1985 til 1990 og svo frá ´93 til ´96. Hann var svo kjörinn forseti landsins með miklum yfirburðum árið 2004. Ekki fer mörgum sögum af laxveiðiáhuga forsetans líkt og í tilviki George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem kom hingað til lands í gær. Hins vegar má geta þess að Papoulias hefur getið sér gott orð fyrir færni sína með annars konar stöng því hann er fyrrverandi Grikklandsmeistari í stangarstökki. Heimsókn Grikklandsforseta lýkur á föstudagskvöld með kvöldverði í boði sendiherra Grikklands á Íslandi. Forsetinn fer svo af landi brott á laugardagsmorgun. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. Karolos Papoulias og eiginkona hans, May Papoulia, lentu í nepjunni á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í dag. Heimsóknin hefst hins vegar ekki að nafninu til fyrr en í fyrramálið með hátíðlegri móttökuathöfn á Bessastöðum þar sem Papoulias mun ræða við forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, og munu forsetarnar svo ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum. Frá Bessastöðum halda grísku forsetahjónin í Þjóðminjasafnið en þau munu svo snæða hádegisverð í Höfða í boði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður mun flytja erindi um sóknarfæri í evrópsku viðskiptalífi. Eftir hádegi er för forsetahjónanna svo heitið til Suðurnesja þar sem þau munu meðal annars kynna sér saltfisksverkun og Hitaveitu Suðurnesja. Annað kvöld sitja þau svo hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í boði íslensku forsetahjónanna. Papoulias er 77 ára að aldri og er lögfræðingur að mennt. Hann átti meðal annars sæti á gríska þinginu í 27 ár og var utanríkisráðherra Grikklands í tvígang, fyrst frá 1985 til 1990 og svo frá ´93 til ´96. Hann var svo kjörinn forseti landsins með miklum yfirburðum árið 2004. Ekki fer mörgum sögum af laxveiðiáhuga forsetans líkt og í tilviki George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem kom hingað til lands í gær. Hins vegar má geta þess að Papoulias hefur getið sér gott orð fyrir færni sína með annars konar stöng því hann er fyrrverandi Grikklandsmeistari í stangarstökki. Heimsókn Grikklandsforseta lýkur á föstudagskvöld með kvöldverði í boði sendiherra Grikklands á Íslandi. Forsetinn fer svo af landi brott á laugardagsmorgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira