Innlent

Fleiri íhuga uppsagnir

Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Styrktarfélagi vangefinna íhuga uppsagnir náist ekki viðunandi samningar á milli forsvarsmanna svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og samninganefndar BHM.

Þroskaþjálfar og fleiri félagar Bandalags háskólamanna mættu fyrir utan rúgbrauðgerðina í dag til að hvetja samninganefnd BHM og samninganefnd Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra. Kröfur félagsmanna BHM sem vinna hjá ríkinu eru að fá sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þeim finnst þokast hægt í samningaviðræðunum og hafa 38 sagt upp störfum hjá Svæðisskrifstofunum í Reykjavík og Reykjanesi. Þroskaþjálfar hjá Styrktarfélagi vangefinna mættu líka í gömlu Rúgbrauðsgerðina í dag til að styðja við bakið á félögum sínum. Samningur þeirra mun líklega taka mið af þeim samningi sem gerður verður við starfsmenn Svæðisskrifstofanna og íhuga þeir einnig uppsagnir verði samningar ekki ásættanlegir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×