Innlent

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ítrekuð afbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur

Karlmaður á fertugsaldri var gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekuð brot. Þau sem hann var ákærður fyrir voru fjársvik, varsla stolins varnings, umferðarlagabrot, þjófnaðir og fíkniefnabrot. Honum var einnig gert að greiða rúmlega 800 000 krónur í skaðabætur.

Brotinn játaði maðurinn og var það virt honum til refsilækkunar.

Hann á að baki langan sakaferil, allt frá árinu 1988, en frá því ári hefur hann hlotið 9 refsidóma fyrir ýmis afbrot. Síðast hlaut hann dóm 8. febrúar á þessu ári en þá var hann dæmdur til að sæta 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×