Hátæknisjúkrahúsi og Sundabraut frestað? 5. júlí 2006 18:45 Fjöldi þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er hlynntur því að byggingu hátæknisjúkrahúss og lagningu Sundabrautar verði slegið á frest. Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn til að slást í lið með ríkisstjórninni, vilji hún verja andvirði Símans í að viðhalda stöðugleikanum. Ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að lækka hámarkslánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 90 prósentum í 80 prósent, og að stöðva öll frekari útboð í vegagerð um óákveðinn tíma. Þetta er gert til að ná niður verðbólgunni, en það er augljóslega að myndast stemmning fyrir því að ganga mun lengra. Einar Oddur Kristjánsson, starfandi formaður fjárlaganefndar, ætlar að beita sér fyrir því að lögum um notkun andvirðis Símans verði breytt og að bæði hátæknisjúkrahúsi og Sundabraut verði frestað. Fréttastofan ræddi við fjölmarga þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag og allir eru þeir sammála um að stíga verði virkilega fast á bremsuna við gerð fjárlaga í haust. Og það sem meira er langflestir virðast sammála um að vel komi til greina að setja ný lög um hvernig andvirði Símans skuli varið, rétt eins og Einar Oddur hefur lagt til. Allir Sjálfstæðisþingmennirnir sem fréttastofan ræddi við í dag eru opnir fyrir að fresta hátænisjúkrahúsi, en einn lýsti efasemdum um að fresta Sundabraut. Og Samfylkingin virðist líka tilbúin til að samþykkja frestun þessara mannvirkja í haust. Formaðurinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, gagnrýnir að yfir höfuð hafi verið sett lög um notkun Símapeninganna, því að með því hafi ríkisstjórnin bundið hendur sínar og fætur. Ef ríkisstjórnin vilji sýna aðhald við gerð fjárlaganna í haust sé hins vegar sjálfsagt að Samfylkingin taki þátt í því. Geiningardeildir bankanna virðast líta svo á að þessara aðgerða gerist varla þörf. Framkvæmdir við Sundabraut hefjast í fyrsta lagi í lok árs 2007 og frmkvæmdir við hátæknisjúkrahús ekki fyrr en 2008 eða 2009. Í efnahagshorfum greningardeildar KB Banka frá í gær er því spáð að þegar þarna verði komið sögu verði þenslan að mestu yfirstaðin. Verðbólgan nái hámarki í 9 prósentum á ársfjórðungnum sem nú stendur, en gangi fremur hratt niður frá og með miðju næsta ári. Þá muni fasteignaverð lækka um 2 til 3 prósent á næstu 12 mánuðunum. Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fjöldi þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er hlynntur því að byggingu hátæknisjúkrahúss og lagningu Sundabrautar verði slegið á frest. Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn til að slást í lið með ríkisstjórninni, vilji hún verja andvirði Símans í að viðhalda stöðugleikanum. Ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að lækka hámarkslánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 90 prósentum í 80 prósent, og að stöðva öll frekari útboð í vegagerð um óákveðinn tíma. Þetta er gert til að ná niður verðbólgunni, en það er augljóslega að myndast stemmning fyrir því að ganga mun lengra. Einar Oddur Kristjánsson, starfandi formaður fjárlaganefndar, ætlar að beita sér fyrir því að lögum um notkun andvirðis Símans verði breytt og að bæði hátæknisjúkrahúsi og Sundabraut verði frestað. Fréttastofan ræddi við fjölmarga þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag og allir eru þeir sammála um að stíga verði virkilega fast á bremsuna við gerð fjárlaga í haust. Og það sem meira er langflestir virðast sammála um að vel komi til greina að setja ný lög um hvernig andvirði Símans skuli varið, rétt eins og Einar Oddur hefur lagt til. Allir Sjálfstæðisþingmennirnir sem fréttastofan ræddi við í dag eru opnir fyrir að fresta hátænisjúkrahúsi, en einn lýsti efasemdum um að fresta Sundabraut. Og Samfylkingin virðist líka tilbúin til að samþykkja frestun þessara mannvirkja í haust. Formaðurinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, gagnrýnir að yfir höfuð hafi verið sett lög um notkun Símapeninganna, því að með því hafi ríkisstjórnin bundið hendur sínar og fætur. Ef ríkisstjórnin vilji sýna aðhald við gerð fjárlaganna í haust sé hins vegar sjálfsagt að Samfylkingin taki þátt í því. Geiningardeildir bankanna virðast líta svo á að þessara aðgerða gerist varla þörf. Framkvæmdir við Sundabraut hefjast í fyrsta lagi í lok árs 2007 og frmkvæmdir við hátæknisjúkrahús ekki fyrr en 2008 eða 2009. Í efnahagshorfum greningardeildar KB Banka frá í gær er því spáð að þegar þarna verði komið sögu verði þenslan að mestu yfirstaðin. Verðbólgan nái hámarki í 9 prósentum á ársfjórðungnum sem nú stendur, en gangi fremur hratt niður frá og með miðju næsta ári. Þá muni fasteignaverð lækka um 2 til 3 prósent á næstu 12 mánuðunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira