Innlent

Von á fleiri aðgerðum

Faglært starfsfólk hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra mótmæltu fyrir utan rúgbrauðsgerðina í dag á meðan samninganefnd fundaði með fulltrúum ríkisins.
Faglært starfsfólk hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra mótmæltu fyrir utan rúgbrauðsgerðina í dag á meðan samninganefnd fundaði með fulltrúum ríkisins.

Rúmlega þrjátíu starfsmenn hafa sagt upp störfum hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra til að mótmæla hægagangi í kjaraviðræðum við ríkið. Sarfsmenn Styrktarfélags vangefinna hyggja einnig á aðgerðir.

Faglært starfsfólk hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra mótmæltu fyrir utan rúgbrauðsgerðina í dag á meðan samninganefnd fundaði með fulltrúum ríkisins. Háskólamenntað starfsfólk krefst sömu launa og fólk hefur í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum, en þeir eru oft með rúmlega 25 þúsund krónum hærri laun en þeir sem starfa hjá ríkinu.

Nú hafa þrjátíu og einn starfmaður Svæðisskirfstofanna um málefni fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi.

Greinilega þreytu var þó að finna á starfsfólki segist langþreyttir á því hve hægt gengur að semja. Málið gæti þó flækst enn frekar því nú hafa starfsmenn Styrktarfélags vangefinna einnig í hyggju að grípa til aðgerða.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×